Skilmálar

Afgreiðsla

Reynt er að afgreiða allar pantanir næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. 

Verð á vöru og sendingakostnaður

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum og með 24% virðisaukaskatti (VSK).

Polka ehf. áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara.

Vörur eru sendar með Íslandspósti eða Dropp. Dropp sending (viðskiptavinir velja afhendingarstað sem hentar hverju sinni) kostar 750kr. innan höfuðborgarsvæðis og 900 kr. utan þess. Dropp heimsending kostar 1.250kr. 

Það er hægt að velja að senda vörur með Islandspósti beint heim að dyrum eða á næsta pósthús/afgreiðslustað ef ekki tekst að koma sendingu til skila. Sendingagjald fyrir hverja sendingu er 1.450 kr. (pakki heim) eða 950kr. (pakki pósthús).

Afhendingar­, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts gilda um afhendingu vörunnar. Samkvæmt því ber Polka.is enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. 

Einnig er hægt að sækja pantanir í verslun okkar á Höfðabakka 1 á opnunartíma. 

Polka ehf. sendir ekki vörur utan Íslands. 

Skilaréttur 

Viðskiptavinir geta fengið vörur endurgreiddar að fullu ef þeim er skilað í upprunalegu ástandi og umbúðum innan 14 daga frá afhendingu ásamt sölureikningi. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema vara sé á útsölu eða sértilboði við vöruskil. Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

Sendingakostnaður vöru er ekki endurgreiddur og eru endursendar vörur á ábyrgð og kostnað kaupanda nema um sé að ræða ranga eða gallaða vöru.

Ef að þú þarft að skila vöru sem þú keyptir hjá okkur er best að hafa samband í gegnum netfangið polka@polka.is

Gallaðar vörur 

Ef um galla á vöru er að ræða þá er hægt að fá aðra sams konar vöru í staðinn.

Að öðrum kosti er gallaða varan endurgreidd. Polka ehf. endurgreiðir einnig allan sendingakostnað sem um ræðir.

Við hvetjum kaupanda til að hafa samband við okkur á polka@polka.is svo við getum leyst málið í sameiningu. 

Greiðsla  

Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja um að greiða með millifærslu, debet­ eða kreditkorti (VISA/VISA ELECTRON/MASTERCARD/MAESTRO), Pei eða Netgíró.

Ef valin er millifærsla skal greiðsla berast innan sólarhrings eftir að pöntun hefur átt sér stað.

Við greiðslu skal setja í skýringu númer pöntunar. Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu. Sé vara ekki greidd innan sólarhrings er pöntuninni sjálfkrafa eytt út.

Polka ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 

Öryggisskilmálar 

Polka ehf. heitir kaupendum sínum fullum trúnaði og allar upplýsingar sem gefnar eru upp verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. 

Lög og varnarþing 

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hafðu samband 

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar endilega hafðu samband í síma 778 53 10 eða sendu okkur póst á polka@polka.is

Upplýsingar um fyrirtækið  

Polka ehf.

Heimilisfang: Stararimi 7, 112 Reykjavik

Kennitala: 611019-1650

VSK númer: 135989

Banki: 0515-26-091650