DIY Slökunarflaska - Candyland
Slökunarflaskan frá Jellystone Design er skynjunarflaska sem er sérhönnuð til að þjálfa einbeitingu og knýja fram slökun.
Þessi frábæra og margverðlaunaða skynjunarflaska er einstök að því leyti að þú færð hana ósamsetta, það eina sem þarf að gera er að setja innihaldið í flöskuna og bæta svo vatni við. Þessi hönnun býður upp á endalausa möguleika til að endurnýta slökunarflöskuna og sérsníða hana að hverri leikstund.
Stærð: 21 x 5 cm
Notkun: Helltu fyrst innihaldi pokans í flöskuna, fylltu svo flöskuna með vatni og skrúfaðu svo lokið fast á. Fylgstu svo með hvernig flaskan fangar athygli barnsins.
Umhirða: Hægt er að þrífa sílíkontappann með spritti, setja í uppþvottavél eða þvo með volgu vatni og sápu. Að halda innihaldinu fersku er hinsvegar á ábyrgð notanda, við mælum með að tæma flöskuna og fylla aftur amk á nokkurra mánaða fresti.
Aldursviðmið 3+
-
Hröð heimsending
Við gerum okkar besta til að koma öllum sendingum á höfuðborgarsvæðinu til skila og landsbyggðarpöntunum í póst eða hafa pantanir tilbúnar til afhendingar innan 24 klukkustunda frá pöntun.
-
Fair Trade
Það er okkur mikilvægt að vita hvaðan vörurnar okkar koma. Við erum stolt af því að bjóða barnavörur og fatnað frá fyrirtækjum sem starfa samkvæmt góðum siðferðislegum gildum. Verslun okkar býður upp á vandaðar vörur sem allar eru hannaðar og framleiddar í Evrópu.